Í Efstaleitinu rís nútímalegt íbúðahverfi á einum besta stað í borginni. Efstaleitið er sannkallað miðborgarhverfi í göngufæri við helstu verslunar- og þjónustukjarna borgarinnar og falleg útivistarsvæði.

Velkomin í sýningarsalinn okkar í Efstaleiti. Þar getur þú skoðað teikningar og innréttingar, kynnst hverfinu betur og rætt við fasteignasala sem ganga með þér um svæðið og finna réttu íbúðina.

Bókið skoðun hjá söluaðilum.

Svæði A:
Efstaleiti og Lágaleiti

Svæði A: Efstaleiti og Lágaleiti

Í Efstaleiti og Lágaleiti mynda misháar íbúðabyggingar hring um skjólsælan og gróðursælan garð með útivistar- og leiksvæði í miðjunni.

Við hönnun íbúðahverfisins er unnið markvisst með stöllun húsa í hæð, form og mótun lands svo úr verður ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum. Þannig er lögð áhersla á að hámarka fjölda íbúða með a.m.k. tveimur gluggahliðum og góðu útsýni.

Svæðið samanstendur af 160 íbúðum sem eru allt frá stúdíóíbúðum í 4 herbergja íbúðir. Leitast er við að hafa íbúðir bjartar og nútímalegar með hagnýtu skipulagi.

Bílastæði fylgja íbúðum sem eru 60m² eða stærri og eru þau staðsett í bílageymslu neðanjarðar, samtals 138 bílastæði. Auk þess eru 24 bílastæði staðsett ofanjarðar.

Við Efstaleitið verður einnig verslunar- og þjónustukjarni sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa og skapa notalegt andrúmsloft.

Svæði C:
Jaðarleiti

Svæði C: Jaðarleiti 2–8

Við Jaðarleiti eru fjögur 5 hæða stakstæð hús með samtals 71 íbúðum sem flestar eru á bilinu 60 m² til 100 m², 2–3 herbergja.

Vandað er til allrar hönnunar á íbúðum ekki síst við val á byggingarefni. Flestar íbúðir eru með fallegt útsýni þar sem gluggar ná niður í gólf í stofurýmum.

Bílastæði í bílageymslu fylgja sumum íbúðum og eru þau staðsett í bílageymslu neðanjarðar, samtals 44 stæði. Bílageymslur eru tengdar stiga- og lyftuhúsum. Einnig eru 27 bílastæði ofanjarðar á lóð fyrir íbúa og gesti. Deilibílaþjónusta verður aðgengileg fyrir íbúa svæðisins.

Efstaleitið

Nútímalegt miðborgarhverfi

Í Efstaleitinu rís fallegt íbúðahverfi þar sem áhersla er lögð á að byggja upp skemmtilegt samfélag innan rótgróins svæðis. Innan hverfis rís einnig verslunar- og þjónustukjarni ásamt notalegu útivistar- og leiksvæði fyrir íbúa.

Efstaleitið er staðsett í miðri borginni þar sem nálægðin við almenningssamgöngur gerir það að verkum að auðvelt er að komast til annarra hverfa borgarinnar.

Hönnun og uppbygging hverfis

Við hönnun og uppbyggingu hverfisins er lögð áhersla á eftirfarandi: 

Viðtal við arkitekta

Verið velkomin í Efstaleitið – nútímalegt miðborgarhverfi.

300 m

1. Heilsugæslan Efstaleiti (Efstaleiti 3)
2. Bensínstöð N1
3. Þjónustumiðstöð Laugardals,
    Háaleitis og Bústaða (Efstaleiti 1)
4. Félagsmiðstöð eldri borgara, Hvassaleiti 56-58
5. Félagsmiðstöð eldri borgara, Sléttuvegi 11
6. Hamborgarabúlla Tómasar

600 m

7. Landspítali Fossvogi
8. Félagsmiðstöð eldri borgara, Furugerði 1
9. Krakkakot, frístundaheimili
10. Háaleitisskóli
11. Apótekarinn
12. Læknavaktin Austurveri
13. Nóatún Austurveri
14. Austurborg, leikskóli
15. Borgarbókasafn Kringlunni
16. Borgarleikhúsið
17. Kringlan
18. Furuborg, leikskóli

900 m

19. Garðaborg, leikskóli
20. Íslandsbanki, hraðbanki
21. Álftaborg, leikskóli
22. Tónabær, félagsmiðstöð
23. Álftabær, frístundaheimili
24. Bakarameistarinn, Suðurveri
25. Klettaskóli

1200 m

26. Félagsmiðstöð eldri borgara, Hæðargarði 31
27. Jörfi, leikskóli
28. Sólbúar, frístundaheimili
29. Breiðagerðisskóli

1500 m

30. Neðstaland, frístundaheimili
31. Fossvogsskóli
32. Réttarholtsskóli

strætó

1. Borgarspítalinn (#2, #11, #14 , #18)
2. Borgarspítalinn (#13)
3. RÚV (#2, #11, #13)
4. Verzlunarskóli Íslands (#2, #13, #14)
5. Borgarleikhús (#2, #13)

Umhverfið

Efstaleitið er alveg miðsvæðis í borginni. Stutt er í alla þjónustu; verslanir, veitingastaði, skóla, heilsugæslu og félagsstarf eldri borgara í Hvassaleiti og á Sléttuvegi. Kringlan er í næsta nágrenni með yfir 180 verslanir og þjónustuaðila. Veitingastaðir, kaffihús, leikhús og kvikmyndahús eru í göngufæri.

Í kringum Efstaleitið eru falleg útivistarsvæði sem bjóða upp á ýmsa möguleika til heilsueflingar og afþreyingar fyrir alla aldurshópa. Sunnan við Bústaðaveg er Fossvogsdalurinn sem er afbragðsgóður til gönguferða, hjólatúra, íþrótta og leikja.
Öskjuhlíðin er fallegt útivistarsvæði og ylströndin í Nauthólsvík er tilvalin til bæði sólbaða og sjóbaða.

Söluaðilar

Hafðu samband við neðangreinda söluaðila til að fá nánari upplýsingar um íbúðir í Efstaleitinu.

www.eignamidlun.is
eignamidlun@eignamidlun.is
(+354) 588 9090

www.eignamidlun.is  •  eignamidlun@eignamidlun.is  • (+354) 588 9090

Brynjar Þór Sumarliðason
Löggiltur fasteignasali
896 1168
brynjar@eignamidlun.is

Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
864 5464
gudlaugur@eignamidlun.is

Þórarinn M. Friðgeirsson
Löggiltur fasteignasali
899 1882
thorarinn@eignamidlun.is

www.fstorg.is
torg@fstorg.is
(+354) 520 9595

www.fstorg.is  •  torg@fstorg.is  • (+354) 520 9595

Hafdís Rafnsdóttir
Löggiltur fasteignasali
820 2222
hafdis@fstorg.is

Sigurður Gunnlaugsson
Löggiltur fasteignasali
898 6106
sigurdur@fstorg.is